Hvers vegna að fjárfesta í Reitum?

Stöðugur rekstur og markviss áhættudreifing

Reitir hefur verið rekið með sterkum rekstrarhagnaði samfleytt til margra ára. Eignasafnið er fjölbreytt hvað varðar staðsetningu og tegundir húsnæðis.

Leigutakar Reita eru opinberir aðilar, mörg stærstu fyrirtæki landsins auk margra minni aðila. Þeir starfa innan flestra geira atvinnulífsins sem dregur verulega úr mótaðilaáhættu félagsins.

Leiðandi afl í uppbyggingu samfélagsins

Lykilþáttur í stefnu Reita er metnaður til að vera afl jákvæðra breytinga í samfélaginu. Félagið hefur sett sér markmið um uppbyggingu samfélagslegra innviða sem samfélagið þarf til að þroskast og þróast.

Reitir starfa eftir metnaðarfullri sjálfbærnistefnu. Öll stærri þróunarverkefni félagsins eru skipulögð samkvæmt viðurkenndum sjálfbærnistöðlum.

Vöxtur eignasafnsins og aukin fjárfestingageta

Grunnstarfsemi Reita, útleiga vandaðs atvinnuhúsnæðis til öflugra leigutaka, skilar umfangsmikilli fjárfestingagetu sem félagið notar til að stækka safnið og efla enn frekar fjárfestingagetu þess og þar með efla hag fjárfesta.

Metnaðarfull vaxtarstefna sem skilar haldbærum árangri

Reitir er öflugasta fasteignafélag landsins og býr yfir fjárhagslegum styrkleika og mikilli þekkingu á sviði fasteignaþróunar. Vaxtarstefnan sem kynnt var á árinu 2024, og nær til næstu fimm ára, byggir því á sterkum stoðum.

Grunnmarkmið stefnunnar:

Eignasafn Reita verði 300 ma.kr. virði fyrir árslok 2028

Fjárfestingarmarkmið

Vöxtur eignasafns Reita var umfram væntingar á árinu 2024. Markaðsaðstæður voru hagfelldar til fasteignakaupa og félagið stóð í stórtækum breytingum m.a. á húsnæði Klíníkurinnar og við uppbyggingu og stækkun hússins að Laugavegi 176 þar sem fyrirhugað er að nýtt Hyatt Centric hótel opni á næsta ári.

Lykilmarkmið til næstu fimm ára

Markviss skref á árinu

  • Fjárfest fyrri 18,1 milljarð króna í fjölbreyttum eignum á hagstæðu verði

  • Hagnaður rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nam 15,4 mö.kr

  • Þróunarverkefni og fasteignakaup í nýjum eignaflokkum, m.a. kaup á Njarðarvöllumn í Reykjanesbæ þar sem dagdvöl eldri borgara er til húsa, og uppbygging íbúða á Kringlureit, Múlareit, og Skeifureit.

  • Umhverfissspor félagsins bættist þar sem kolefnislosun dróst saman um 18% á árinu og flokkunarhlutfall úrgangs í stærri verkefnum var 82%.

  • Þjónusta skilgreind og bætt við sem ein af fjórum stoðum lykilstarfsemi Reita á árinu og stefnumótun í þróun þjónustuframboðs.

Kraftmikill vöxtur á traustum grunni

Hugmyndafræðin að baki vaxtastefnu Reita snýr að því að nýta þekkingu og fjárhagslegan styrk félgasins sem öflugasta fasteignafélag landsins til að vaxa kröftuglega