Nýtt vaxtarskeið fer af stað með krafti

Árið markaði upphaf nýs vaxtarskeiðs í sögu Reita sem hefur í gegnum árin vaxið jafnt og þétt, byggt upp sterkt eignasafn.

Á þessum sterka grunni sækja Reitir nú fram og leggja nýjar áherslur til þess að styðja við vöxt og uppbyggingu í þágu samfélagsins. Áhersla er meðal annars lögð á að breikka eignarsafnið og fjárfesta í nýjum eignarflokkum, til að mynda innviðum sem lýsa má sem samfélagslega mikilvægum á borð við hjúkrunarheimili.

Þróunarverkefni

Á árinu lagði félagið grunn að nýjum þróunarverkefnum og hélt áfram að krafti í núverandi þróunarverkefnum. Í þróunarverkefnum leggur félagið áherslu á sjálfbærni, arðsemi og jafnvægi við samfélagið.


Korputún

Horizontal Lines Table
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Byggingarmagn: ~90 þús. fm.
Skipulag: Deiliskipulag liggur fyrir
Núverandi staða: Gatnagerð og söluviðræður

Á Korptutúni á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar rís 90.000 fermetra atvinnu- og verslunarkjarni á 15 hektara svæði þar sem um 30 byggingar verða. Gatnagerð og lagnagerð hófst á árinu og uppbygging húsnæðis getur hafist í kjölfar þeirrar vinnu. Jysk og Bónus eru fyrstu fyrirtækin til þess að tryggja sér húsnæði á þessum glænýja atvinnukjarna og munu samtals vera til húsa í um 20% húsnæðis sem byggt verður á svæðinu. Hverfið verður fyrsta BREEAM Communities vistvottaða atvinnuhverfið á Íslandi og í næsta nágrenni við Blikastaðaland í Mosfellsbæ þar sem umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis er fyrirhuguð. Með BREEAM vottun er tryggt að hugað hafi verið að sjálfbærum áherslum í deiliskipulagsvinnu með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði.

Upplýsingar má finna á www.korputun.is


Kringlureitur

Horizontal Lines Table
Tegund: Blönduð byggð
Byggingarmagn: 420 íbúðir auk atvinnurýma
Skipulag: Deiliskipulagstillaga lögð inn
Núverandi staða: Hönnun og arðsemisgreingar

Miðlæg staðsetning Kringlureitsins gerir hann einstaklega vel fallin að íbúðaupbbyggingu en skipulag reitsins gerir ráð fyrir 420 íbúðum sem tengjast Kringlunni og Hlíðunum með torgi í miðju hverfisins. Auk íbúða er ráðgert að byggðir verði 6.200 fermetrar af atvinnuhúsnæði og að gamla prentsmiðjuhúsinu verði breytt í menningarhús. Reitir vinna í samstarfi við Henning Larsen, eina þekktustu arkitektastofu Norðurlandana, og THG arkitekta við þróun 1. áfanga Kringlureitsins sem er skipulagður samkvæmt BREEAM Communitiies vistvottunarstaðlinum. Staðalinn kveður á um ítarlegt samráð við nærsamfélagið og aðra hagsmunaðila en á árinu áttu Reitir í samskiptum og samvinnu við íbúa með ýmsum leiðum, meðal ananrs með opnum kynningarfundi.

Við höfum beitt margvíslegum aðferðum til að skapa rými sem eru varin fyrir hávaða og vindi og hefur það mótað hverfið. Allar íbúðirnar munu hafa kyrrláta hlið sem snýr að inngarði sem er varinn fyrir hávaða. Við höfum einnig mótað götur og almannarými til að skapa skjól og höfum í hönnunarferlinu notað vind-og hljóðlíkön til að sannreyna að það virki.
— Sofia Lundeholm, aðstoðarhönnunarstjóri Henning Larsen og yfirhönnuður skipulagsins:

Laugavegur 167, Hyatt Hotel

Horizontal Lines Table
Tegund: Hóteluppbygging
Byggingarmagn: 9.800 fm.
Skipulag: Skipulagsheimildir fyrirliggjandi
Núverandi staða: Í uppbyggingu

Við Laugaveg 176 mun Hyatt Hotel opna en Reitir byggja tæplega 10.000 fermetra á grunni gamla sjónvarpshússins fyrir eitt glæsilegast hótel landsins þar sem 170 herbergi verða ásamt veitingastað, heilsurækt og fundarsölum ásamt skemmtilegum almenningsrýmum í anda Hyatt hótelkeðjunar. Framkvæmdir standa yfir og Reitir hafa undirritað sérleyfissamning við Hyatt Hotels Corporation um rekstur Hyatt Centric hótels í húsinu.

Hönnun og framkvæmd er unnin samkvæmt BREEAM International New Construction staðlinum og stefnt er á að ná Excellent einkunn. Sem dæmi sýnir lífsferilsgreining á hönnunarstigi að kolefnisspor byggingarinnar sé umtalsvert lægri en viðmiðunarhús og er það m.a. vegna þess að hluti burðarvirkis hússins var látinn stand, vandaðrar hönnunar og góðri orkunýtni.


Metróreitur

Horizontal Lines Table
Tegund: Blönduð byggð
Byggingarmagn: 85 íbúðir og 1.200 fm atv.
Skipulag: Í skipulagsferli
Núverandi staða: Hönnun og undirbúningur

Við gatnamót Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs hyggjast Reitir reisa íbúðarhús með allt að 90 íbúðum og um 1.200 fermetrum atvinnuhúsnæðis á jarðhæð.
Lóðin stendur í nágrenni nýrrar borgarlínustöðvar og hönnun hússins er í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkurborgar og rammaskipulag Skeifunnar. Gert er ráð fyrir að lóðin stækki að nýjum gatnamótum, þar sem hringtorg á að víkja í takt við hönnun Borgarlínu.


Hallarmúli

Horizontal Lines Table
Tegund: Blönduð byggð
Byggingarmagn: 85 íbúðir og 2.600 fm atv.
Skipulag: Í skipulagsferli
Núverandi staða: Hönnun og undirbúningur

Íbúðauppbygging á svæði sem er nú aðallega bílastæði og götur. Verslunarhús við Hallarmúla 2 sem er í eigu Reita verður fjarlægt og um 16.600 fermetrar íbúðarhúsnæðis reist á svæðinu auk um 2.600 fermetrum atvinnuhúsnæðis og bílakjallara. Verkefnið er unnið í samstarfi við Eik fasteignafélag sem einnig á byggingarheimildir á svæðinu.

Uppbygging og fasteignakaup

Eignasafn félagsins hefur þróast með árunum og telur í dag yfir 150 fasteignir sem samanlagt eru rúmlega 480.000 fermetrar af fjölbreyttu atvinnu- og verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Markvissar endurbætur

Endurbætur innan eignasafnsins og fasteignakaup eru tvær af fjórum meginstoðum arðsemi og vaxtar Reita. Markvissar endurbætur af öllum stærðargráðum fóru fram innan eignasafnsins á árinu. Reglulegar endurbætur tryggja gæði húsnæðis og ánægju leigutaka en félagið réðst einnig í umfangsmeiri endurbótaverkefni til þess að umbreyta húsnæði að þörfum leigutaka eða endurnýja í takt við nýja tíma.


Orkuhúsið

Félagið hefur verið að innrétta gamla Orkuveituhúsið á Suðurlandsbraut fyrir nýja leigutaka en Travel Connect kemur til með að flytja inn í húsið árið 2025.


Aðföng

Félagið lauk á árinu stækkun á aðstöðu Aðfanga í Skútuvogi. Heildarstærð viðbyggingarinnar er um 2.700 fermetrar en heildarstærð hússins er um 16.500 fermetrar.


Klíníkin

Uppbyggingu á nýrri læknamiðstöð í Ármúla 7 og 9 fyrir Klíníkina gekk vel á árinu. Eftir stækkunina verður húsnæði Klíníkurinnar um 7.000 fermetrar að stærð.


Kringlan

Endurnýjun ýmissa rýma í Kringlunni í kjölfar bruna gekk vonum framar og með breytinunni urðu til tækifæri að bæta upplifun gesta og viðskiptavina enn frekar.

Met árangur í kaupum á nýjum eignum

Eignasafnið stækkar reglulega með fasteignakaupum en 2024 markaði eitt besta ár félagsins hingað til í kaupum á nýjum arðbærum eignum. Samtals stækkaði safnið um 18.000 fermetra á árinu og voru nýjar eignir sem bættust við vel dreifðar hvað varðar tegund, stærð, og staðsetningu húsnæðis.


Urriðaholtsstræti 2

1,5 ma.kr.

2.500 fm

Skrifstofu- og verslunarhúsnæði


Njarðarvellir 4

1,4 ma.kr.

2.500 fm

Dagdvöl fyrir eldri borgara


Vesturvör 32B

2,3 ma.kr.

5.000 fm.

Iðnaðarhúsnæði


Tónahvarf 3

1,7 ma.kr.

3.750 fm

Atvinnuhúsnæði

Mannauður lykilin að árangri

Mannauður er lykilinn að farsælu samstarfi við viðskiptavini og árangri félagsins. Sérfræðingar og stjórnendur Reita búa yfir yfirgripsmikilli og sérhæfðri þekkingu og reynslu á sviði fasteigna og stoðsviða.

Í takt við metnaðarfulla vaxtarstefnu félagsins og nýjar áherslur stækkaði starfsmannahópur Reita á árinu. Nýliðun styður við vaxtaráform félagsins, aukna áherslu á þjónustu, og aukna fjárfestingu í atvinnuhúsnæði og uppbyggingu eignasafnsins. Samhliða nýliðun var nýtt skipurit innleitt, sem ætlað er að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvarðanatökuferlum.

Um vorið tók Guðni Aðalsteinsson við sem forstjóri Reita en hann hefur víðtæka reynslu af rekstri, stefnumótun, og stjórnunarstörfum, bæði á Íslandi og víðar.

Birgir Þór Birgisson tók við stöðu framkvæmdastjóra þróunarsviðs á árinu, og Sigurlaug H. Pétursdóttir tók við stöðu yfirlögfræðings og forstöðumanns lögfræðisviðs en hún er einnig regluvörður félagsins.

Þjónusta fjórða stoð kjarnastarfsemi

Þjónusta bættist við sem ein af fjórum lykilstoðum vaxtar og arðsemis á árinu. Félagið vinnur að þróun þjónustuframboðs í og við eignir félagsins, leigutökum og nærumhverfinu til bóta. Ónýttir innviðir verða þannig að nýjum tekjustofnun og aukinni þjónustu við viðskiptavini. Rafhleðsluinnviðir, LED auglýsingar, gjaldskyld bílastæði, og fasteignaumsjón er meðal þess sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á.