150
fasteignir
480.000
fermetrar
~750
leigurými
~500
viðskiptavinir
Verðmat fjárfestingareigna
Fjárfestingareignir Reita skiptast í tekjuberandi og ótekjuberandi eignir. Í efnahagsreikningi félagsins er virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga að auki fært meðal fjárfestingareigna á móti samsvarandi skuldbindingu.
Sundurliðun á virði tekjuberandi eigna
Fjárfestingareignir Reita hafa verið valdar af kostgæfni yfir langt tímabil. Samsetning safnsins miðar að því að hámarka ávöxtun á sama tíma og hugað er að áhættudreifingu hvað varðar svæði, atvinnugreinar og mótaðila.
Virði tekjuberandi eigna í árslok 2024 eftir tegundum
Tíu verðmætustu fasteignir félagsins standa að baki tæplega helmingi (46%) virðis allra tekjuberandi eigna Reita. Þá standa fimmtíu verðmætustu eignirnar að baki 82% virðisins en fimmtíu verðminnstu eignirnar að baki 9% heildarvirðis safnsins.
Kringlan er verðmætasta einstaka fasteign Reita, dæmi um aðrar verðmætar fasteignir eru húsnæði Hotel Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut 2 og fasteignir að Nauthólsvegi 50 og 52 sem hýsa Hotel Reykjavik Natura og skrifstofustarfsemi.
Tíu verðmætustu tekjuberandi eignir Reita
-
Kringlan
32.900 FM | VERSLUN, VEITINGAR O.FL
-
Hótel Borg, Póssthússtræti 7-9
6.413 FM | HÓTEL
-
Vínlandsleið 2-16
16.000 FM | SKRIFSTOFUR O.FL.
-
Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2
15.300 FM | HÓTEL
-
Nauthólsvegur 50 og 52
19.000 FM | HÓTEL OG SKRIFSTOFUR
-
Holtagarðar
36.700 FM | VERSLUN, LAGER O.FL.
-
Ármúli 7-9
12.500 FM | HÓTEL OG HEILSA
-
Höfðabakki 9
24.300 FM | SKRIFSTOFUR O.FL.
-
Skútuvogur 7-9
16.500 FM | LAGER
-
Spöngin
9.560 FM | VERSLUN
Tæplega 20 þúsund fermetrar af húsnæði keyptir á árinu 2024
Staðsetning | Leigufermetrar |
---|---|
Dalsmúli 1, Reykjavík | 261 fm. |
Faxafen 12, Reykjavík | 303 fm. |
Fákafen 11, Reykjavík | 3.238 fm. |
Hafnarbraut 13b, Kópavogi | 300 fm. |
Hafnarbraut 15c, Kópavogi | 182 fm. |
Laugavegur 29, Reykjavík | 854 fm. |
Laugavegur 32, Reykjavík | 73 fm. |
Laugavegur 86-94, Reykjavík | 156 fm. |
Njarðarvellir 4, Reykjanesbæ | 2.379 fm. |
Skólavörðustígur 10, Reykjavík | 82 fm. |
Tónahvarf 3, Kópavogi | 3.837 fm. |
Urriðaholtsstræti 2, Garðabæ | 2.483 fm. |
Vesturvör 32b, Kópavogi | 5.234 fm. |
Tekjur og viðskiptavinir
Leigutekjur |
16.442 millj.kr. |
|
Reiknuð leiga óútleigðra rýma |
876 millj.kr. |
|
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)* |
95% |
|
Fjöldi viðskiptavina |
~500 |
|
|
* að teknu tilliti til reiknaðrar leigu óútleigðra rýma |
|
Rekstraráhætta Reita er lágmörkuð með miklum fjölda traustra leigutaka með fjölbreyttu húsnæði á nokkrum svæðum. Reitir leggja höfuðáherslu á góð tengsl við viðskiptavini og er fjöldi leigusamninga byggður á áratugalöngu samstarfi. Oft á tíðum er ímynd fyrirtækis nátengd því húsnæði sem það er staðsett í.
Flokkun leigutekna eftir tegundum aðila
Með því að eiga í viðskiptasambandi við mikinn fjölda ólíkra fyrirtækja og ólíkra opinberra stofnana verða heildarleigutekjur félagsins ónæmari fyrir sveiflum í ákveðnum atvinnugreinum. Félagið flokkar leigutaka í opinbera aðila, stórfyrirtæki og önnur fyrirtæki. Í flokknum stórfyrirtæki eru leigutakar sem eru á listanum 300 stærstu sem gefinn er út af Creditinfo, auk nokkurra erlendra stórfyrirtækja.
Stærstu opinberu leigutakar Reita eru Ríkiseignir, Landspítali - háskólasjúkrahús og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Stærstu viðskiptasambönd Reita
STÆRÐ VIÐSKIPTASAMBANDS |
HLUTFALL LEIGUTEKNA |
|
Opinberir aðilar |
16% |
|
Aðilar að baki 5-10% leigutekna hver |
17% |
|
- Berjaya Hotels Iceland (8%) |
|
|
- Hagar (9%) |
|
|
Aðilar að baki 2-5% leigutekna hver |
11% |
|
- Advania |
|
|
- Hótel Borg |
|
|
- Húsasmiðjan |
|
|
- Samkaup |
|
|
Aðilar að baki 1-2% leigutekna hver |
12% |
|
- Alvotech |
|
|
- Geymslur |
|
|
- Hótel Ísland |
|
|
- Icelandair |
|
|
- Krónan |
|
|
- Origo |
|
|
- Parlogis |
|
|
- Sjóvá |
|
|
Um 500 aðilar að baki <1% leigutekna hver |
44% |