150
fasteignir

480.000
fermetrar

~750
leigurými

~500
viðskiptavinir

Verðmat fjárfestingareigna

Fjárfestingareignir Reita skiptast í tekjuberandi og ótekjuberandi eignir. Í efnahagsreikningi félagsins er virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga að auki fært meðal fjárfestingareigna á móti samsvarandi skuldbindingu.

Sundurliðun á virði tekjuberandi eigna

Fjárfestingareignir Reita hafa verið valdar af kostgæfni yfir langt tímabil. Samsetning safnsins miðar að því að hámarka ávöxtun á sama tíma og hugað er að áhættudreifingu hvað varðar svæði, atvinnugreinar og mótaðila.

Virði tekjuberandi eigna í árslok 2024 eftir tegundum

Tíu verðmætustu fasteignir félagsins standa að baki tæplega helmingi (46%) virðis allra tekjuberandi eigna Reita. Þá standa fimmtíu verðmætustu eignirnar að baki 82% virðisins en fimmtíu verðminnstu eignirnar að baki 9% heildarvirðis safnsins.

Kringlan er verðmætasta einstaka fasteign Reita, dæmi um aðrar verðmætar fasteignir eru húsnæði Hotel Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut 2 og fasteignir að Nauthólsvegi 50 og 52 sem hýsa Hotel Reykjavik Natura og skrifstofustarfsemi.

Tíu verðmætustu tekjuberandi eignir Reita

  • Kringlan

    Kringlan

    32.900 FM | VERSLUN, VEITINGAR O.FL

  • Hótel Borg

    Hótel Borg, Póssthússtræti 7-9

    6.413 FM | HÓTEL

  • Vínlandsleið 12-16

    Vínlandsleið 2-16

    16.000 FM | SKRIFSTOFUR O.FL.

  • Hilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut

    Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2

    15.300 FM | HÓTEL

  • Hotel Natura við Nauthólsveg

    Nauthólsvegur 50 og 52

    19.000 FM | HÓTEL OG SKRIFSTOFUR

  • Holtagarðar

    Holtagarðar

    36.700 FM | VERSLUN, LAGER O.FL.

  • Hótel Ísland og Klíníkin við Ármúla 7-9

    Ármúli 7-9

    12.500 FM | HÓTEL OG HEILSA

  • Höfðabakki 9 - bogabygging og lágbygging

    Höfðabakki 9

    24.300 FM | SKRIFSTOFUR O.FL.

  • Skútuvogur 7-9

    Skútuvogur 7-9

    16.500 FM | LAGER

  • Spöngin

    Spöngin

    9.560 FM | VERSLUN

Tæplega 20 þúsund fermetrar af húsnæði keyptir á árinu 2024

Table Example
Staðsetning Leigufermetrar
Dalsmúli 1, Reykjavík 261 fm.
Faxafen 12, Reykjavík 303 fm.
Fákafen 11, Reykjavík 3.238 fm.
Hafnarbraut 13b, Kópavogi 300 fm.
Hafnarbraut 15c, Kópavogi 182 fm.
Laugavegur 29, Reykjavík 854 fm.
Laugavegur 32, Reykjavík 73 fm.
Laugavegur 86-94, Reykjavík 156 fm.
Njarðarvellir 4, Reykjanesbæ 2.379 fm.
Skólavörðustígur 10, Reykjavík 82 fm.
Tónahvarf 3, Kópavogi 3.837 fm.
Urriðaholtsstræti 2, Garðabæ 2.483 fm.
Vesturvör 32b, Kópavogi 5.234 fm.

Tekjur og viðskiptavinir

Leigutekjur

16.442 millj.kr.

Reiknuð leiga óútleigðra rýma

876 millj.kr.

Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)*

95%

Fjöldi viðskiptavina

~500

* að teknu tilliti til reiknaðrar leigu óútleigðra rýma

Rekstraráhætta Reita er lágmörkuð með miklum fjölda traustra leigutaka með fjölbreyttu húsnæði á nokkrum svæðum. Reitir leggja höfuðáherslu á góð tengsl við viðskiptavini og er fjöldi leigusamninga byggður á áratugalöngu samstarfi. Oft á tíðum er ímynd fyrirtækis nátengd því húsnæði sem það er staðsett í.

Flokkun leigutekna eftir tegundum aðila

Með því að eiga í viðskiptasambandi við mikinn fjölda ólíkra fyrirtækja og ólíkra opinberra stofnana verða heildarleigutekjur félagsins ónæmari fyrir sveiflum í ákveðnum atvinnugreinum. Félagið flokkar leigutaka í opinbera aðila, stórfyrirtæki og önnur fyrirtæki. Í flokknum stórfyrirtæki eru leigutakar sem eru á listanum 300 stærstu sem gefinn er út af Creditinfo, auk nokkurra erlendra stórfyrirtækja.

Stærstu opinberu leigutakar Reita eru Ríkiseignir, Landspítali - háskólasjúkrahús og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.


Stærstu viðskiptasambönd Reita

STÆRÐ VIÐSKIPTASAMBANDS

HLUTFALL LEIGUTEKNA

Opinberir aðilar

16%

Aðilar að baki 5-10% leigutekna hver

17%

- Berjaya Hotels Iceland (8%)

- Hagar (9%)

Aðilar að baki 2-5% leigutekna hver

11%

- Advania

- Hótel Borg

- Húsasmiðjan

- Samkaup

Aðilar að baki 1-2% leigutekna hver

12%

- Alvotech

- Geymslur

- Hótel Ísland

- Icelandair

- Krónan

- Origo

- Parlogis

- Sjóvá

Um 500 aðilar að baki <1% leigutekna hver

44%