Lykiltölur ársins
Tekjur
16.442 m.kr.
Tekjuaukning
8,8%
Aukning í NOI
822 m.kr.
Keypt á árinu
18 þús fm.
Fermetraverð
493 þ.kr.
Fjárfest á árinu
18,1 ma.kr.
Arðsemi nýkaupa
6,7%
Rekstrarhagnaður
10.972 m.kr.
Reitir í hnotskurn
Reitir er stærsta fasteignafélag landsins sem byggir á sterkum grunni og er leiðandi í uppbyggingu nýrra reita, fasteigna og innviða með áherslu á sjálfbærni og jákvæð áhrif fyrir samfélagið. Reitir leggja sig fram um að bjóða viðskiptavinum sínum fasteignir sniðnar að þeirra þörfum, framúrskarandi þjónustu og rækta traust langtímasambönd. Félagið horfir til framtíðar og fjárfestir kröftuglega í vexti með stækkun eignasafn síns, endurbótum á núverandi eignum, og uppbyggingu nýrra eigna og reita.
Yfirgripsmikil þekking, farsæl reynsla og sérhæfing á sviði fasteignakaupa, framkvæmda, og þróunar skapar félaginu leiðandi stöðu í fasteigna- og innviðaþróun. Öflugur hópur starfsfólks, rík saga og skýr framtíðarsýn eru lykilstoðir félagsins á vegferð til vaxtar og uppbyggingar í þágu samfélagsins.
Ávarp forstjóra
“Í vor var kynnt vaxtarstefna með ríkari áherslu á vöxt, þróun og fjárfestingu í nýjum samfélagslega mikilvægum eignaflokkum.”
- Guðni Aðalsteinsson, forstjóri
Gildi Reita
Stefna
Á sterkum grunni fjárfesta Reitir í uppbyggingu fasteigna og innviða í þágu samfélagsins. Á árinu settu Reitir sér metnaðarfulla vaxtarstefnu til næstu fimm ára, 2024-2028, sem byggir á fjórum megin áherslusviðum. Stefnan er leiðarljós félagsins í öllum verkefnum og ákvarðanatöku.
Reitir 2024: verkefni ársins
Í öllum þremur meginstoðum starfsemi félagsins: kaupa, þróa, og byggja fasteignir, sóttu Reitir fram af krafti. Góður árangur í kaupum á nýjum arðbærum og fjölbreyttum eignum stóð upp úr á árinu. Eignasafnið stækkaði um 18 þúsund fermetra á árinu og var 480.000 fermetrar við árslok. Endurbætur innan eignasafnsins fóru víða fram og markmið Reita í slíkum verkefnum er meðal annars að bjóða viðskiptavinum klæðskerasniðið húsnæði. Hæst bera þar að nefna framkvæmdir og endurbætur fyrir Klíníkina og Aðföng. Í þróun nýs íbúða- og atvinnuhúsnæðis eru Reitir leiðandi og fara með þróun nokkurra umfangsmestu reita höfuðborgarsvæðisins, meðal annars Korputúns og Kringlureitsins.
Félagið fjárfesti einnig ríkulega í mannauði og öflugt teymi félagsins stækkaði í takt við nýja vaxtarstefnu og breytt skipurit félagsins.
Þjónusta bættist við sem fjórða stoðin í rekstri félagsins á árinu en það er liður í vaxtarstefnu félagsins og styður bæði við markmið um að auka arðsemi tekjuberandi eigna og efla viðskiptasambönd með framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.
Sjálfbærni
Reitir hafa sett sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem nær til umhverfis-, samfélaglegra-, og stjórnunarþátta. Í samræmi við þessa stefnu og með gildi félagsins að leiðarljósi lögðu Reitir sitt af mörkum til jákvæðra áhrifa í samfélaginu á árinu með ýmsum hætti.
Sjálfbærni er ein af fjórum lykiláherslum félagsins í nýrri vaxtarstefnu og lagði félagið mikilvægar vörður á leið sinni að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og jafnvægi í kynjahlutföllum á árinu. Kolefnislosun dróst til að mynda saman um 18% milli ára og flokkunarhlutfall úrgangs vegna stærstu endurbóta- og nýbyggingarverkefna var 82%.
Í ár sameinast sjálfbærniskýrsla Reita ársreikningi. Finna má allar helstu upplýsingar um sjálfbærni í kaflanum um ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársreikningi en samantekt á áherslum og árangri ársins má einnig finna hér í vefútgáfu ársskýrslunnar.
Stjórn
-
Þórarinn Viðar Þórarinsson
Stjórnarformaður
-
Anna Kristín Pálsdóttir
-
Elín Árnadóttir
-
Guðmundur Kristján Jónsson
-
Kristinn Albertsson
Skipurit
Stjórnendur
-
Guðni Aðalsteinsson
Forstjóri
-
Einar Þorsteinsson
Fjármálastjóri og staðgengill forstjóra
-
Birgir Þór Birgisson
Framkvæmdastjóri þróunar
-
Ingveldur Ásta Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri viðskiptavina
-
Jón Kolbeinn Guðjónsson
Framkvæmdastjóri framkvæmda
-
Kristófer Þór Pálsson
Framkvæmdastjóri fjárfesting og greining
-
Sigurlaug H. Pétursdóttir
Yfirlögfræðingur og regluvörður